Velkomin á Tröllaskagann!

Brimnes hótel og bústaðir er staðsett í Ólafsfirði í Fjallabyggð.  Við sjóinn, en um leið mitt í jökulskornum Tröllaskaganum. 60 kílómetrum norðan við Akureyri og 18 kílómetrum norðan við Dalvík. 

Átta finnskir bústaðir standa við norðurenda Ólafsfjarðarvatns. Heitir pottar eru á veröndum þeirra allra og í  fjórum stærstu er eldunaraðstaða.

Hótelið stendur nokkrum metrum norðan við bjálkahúsin og þar bjóðum við einnig upp á gistingu í 11 tveggjamanna herbergjum með baði, fundaaðstöðu, setustofu, veitingasal, bar og háhraða nettengingu.

Í Ólafsfirði er góð sundlaug, heitir pottar og gufa, nyrsti golfvöllur landsins, sparkvöllur, fiskur á stöng á bryggjuendanum og í vatninu, gönguleiðir, bæði léttar og fyrir kröfuharða prílara og svo má ekki gleyma vatninu og því sem það hefur upp á að bjóða fyrir kajak ræðara og siglara.

Stutt er til Dalvíkur, þar sem meðal annars er hægt að komast í hvalaskoðun og skoða Jóa Risa safnið ( Byggðasafnið á Dalvík ).  Örlítið innar eru Náttúrusetrið á Húsabakka í Svarvaðardal, Dýragarðurinn að Krossum, Hrísey og fleiri áhugaverðir staðir sem gaman er að skreppa og skoða.  Svo má fara yfir Lágheiðina yfir í Fljótin og út á Siglufjörð að kíkja á Síldarminjasafnið, eða heimsækja Vesturfarasafnið á Hofsós og Hóla í Hjaltadal.

Hér er nóg við að vera, bæði á staðnum og í næsta nágrenni.  Verið velkomin!

 

Brimnes Veitingahús.

Hlynur hótelstjóri og eðalkokkur framreiðir dýrindis málsverði og sér um að hráefnið sé ávallt það besta sem völ er á.  Við sérhæfum okkur í norrænum mat og erum stolt af.  Staðsetningin segir sitt.  Hálendið við hafið; Tröllaskaginn og sjórinn.  Hlynur býður upp á íslenska lambakjötið, hreindýr að austan, silung,  ferskan, grafinn og reyktan lax, saltfisk, plokkfisk, fiskibollur, gellur, humar, skötusel, síld, skyr, lummur, kleinur og síðast en ekki síst, hinar ýmsu vörur beint frá býli, eins og til dæmis ísinn rómaða innan úr Eyjafirði.

Þegar hópar eiga í hlut, bjóðum við upp á tveggja eða þriggja rétta máltíðir á mjög sanngjörnu verði, komum með uppástungur en förum að sjálfsögðu einnig að séróskum viðskiptavina.


  1. Brimnes Hótel ehf.

  2. Bylgjubyggð 2

  3. IS 625 Ólafsfjörður

  4. Iceland

  5. Phone: (+354) 466 2400

  6. Fax: (+354) 466 2660

  7. e-mail: hotel@brimnes.is


 
AfþreyingAfreying.html
Email Me
Fréttir/NewsFrettir-news/Frettir-news.html